Þungstígir á bensíngjöfinni
 Sex ökumenn voru í gær kærðir af lögreglunni í Keflavík vegna hraðaksturs. Einn þeirra var á 121 km hraða á Garðvegi og annar á 128 km á Reykjanesbraut en í báðum tilvikum er hámarkshraði 90 km.
Sex ökumenn voru í gær kærðir af lögreglunni í Keflavík vegna hraðaksturs. Einn þeirra var á 121 km hraða á Garðvegi og annar á 128 km á Reykjanesbraut en í báðum tilvikum er hámarkshraði 90 km.
Þrátt fyri daglegar fréttir af ökumönnum sem lögreglan hirðir vegna þessarar iðju, virðast margir ekki láta sér segjast.
Eitt umferðaróhapp varð í gærkvöld í Keflavík þegar tveir bílar rákust saman. Engin slys urðu á fólki. Önnur bifreiðin var fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreið.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				