Þungir dómar í fíkniefnamáli
Sex einstaklingar voru dæmd sek í stóru fíkniefnamáli í hérðasdómi Reykjaness í gær. Þyngsti dómurinn var tvö ár en sá stysti var hálft ár. Ein kona var sýknuð af þátttöku í málinu. Efnin sem um ræddi voru 130 gr af kókaíni og um 1000 e-töflur.
Efnunum var smyglað inn í holum kertum á nafni blómabúðar sem var starfrækt um tíma við Hafnargötu í Reykjanesbæ snemma árs 2004, en einn sakborninga rak verslunina. Þar sem forsprakkarnir voru kunnugir lögreglunni vaknaði grunur um að ekki væri allt með felldu þegar þeir héldu utan til Amsterdam í Hollandi. Gripu lögregla og tollgæsla því inn í póstsendingu að utan og fundu efnin þar.
Efnunum var smyglað inn í holum kertum á nafni blómabúðar sem var starfrækt um tíma við Hafnargötu í Reykjanesbæ snemma árs 2004, en einn sakborninga rak verslunina. Þar sem forsprakkarnir voru kunnugir lögreglunni vaknaði grunur um að ekki væri allt með felldu þegar þeir héldu utan til Amsterdam í Hollandi. Gripu lögregla og tollgæsla því inn í póstsendingu að utan og fundu efnin þar.