Þungar áhyggjur í Garði vegna ástands í heilsugæslu
Hreppsnefnd Gerðahrepps lýsir yfir þungum áhyggjum sínum vegna þess alvarlega ástands,sem staðið hefur mánuðum saman í heilsugæslumálum hér á Suðurnesjum.Það er með öllu óþolandi að ekki skuli vera veitt nema mjög takmörkuð heilsugæsluþjónusta fyrir 17000 manna samfélag hér á Suðurnesjum. Þetta kemur fram í samþykkt hreppsnefndar Gerðahrepps frá því í gærkvöldi.Hreppsnefnd Gerðahrepps bætir við: Hér í Garði hefur heilsugæslustöðin verið lokuð í nokkra mánuði og á það einnig við um Voga og Sandgerði. Hreppsnefnd Gerðahrepps krefst þess af æðsta yfirmanni heilbrigðismála þ.e. heilbrigðisráðherra að hann beiti sér af alefli til að finna lausn á málinu,þannig að Suðurnesjamenn sitji við sama borð og aðrir landsmenn hvað varðar þjónustu heilsugæslulækna.
Myndin: Svipmynd úr Garðinum á stormasömum degi.
Myndin: Svipmynd úr Garðinum á stormasömum degi.