Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þung færð á Vallarheiði
Laugardagur 29. desember 2007 kl. 22:23

Þung færð á Vallarheiði

Færð á háskólasvæðinu á Vallarheiði í Reykjanesbæ var orðin mjög þung nú í kvöld. Voru bílar fastir á nokkrum stöðum í gömlu herstöðinni.

Íbúi í háskólaþorpinu sagðist í samtali við Víkurfréttir ekki hafa orðið var við snjóruðningstæki. Fáir voru á ferli utandyra en einhverjir höfðu fest bíl sinn langt frá heimili sínu og þurft að ganga langa leið í hríðarbyl fyrr í kvöld.

Nú er hins vegar farið að blotna vel í snjónum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024