Þú sérð það fyrst í Víkurfréttum
Víkurfréttir komu út í dag og er blaðið væntanlega komið inn á flest heimili á Suðurnesjum þegar þessi frétt birtist. Blað vikunnar er 20 síður og þar kennir ýmissra grasa.
Við hjá Víkurfréttum kappkostum að í blaðinu sé fjölbreytt efni og að lesendur gangi þar að efni sem þeir hafi ekki séð áður, þ.e. hafi ekki verið birt á vefmiðli blaðsins, vf.is. „Þú sérð það fyrst í Víkurfréttum“ er kjörorð dagsins.