Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

„Þú byggir ekki tvo flugvelli tíu mínútur hvorn frá öðrum“
Föstudagur 3. júlí 2015 kl. 14:19

„Þú byggir ekki tvo flugvelli tíu mínútur hvorn frá öðrum“

Verkfræðingur gagnrýnir tillögu Rögnunefndar um Hvassahraun.

Verkfræðingurinn Grétar H. Óskarsson gagnrýnir í Morgunblaðinu í dag hugmyndir um flugvöll í Hvassahrauni. Grétar hefur komið víða við í flumálum, verið framkvæmdastjóri loftferðaeftirlits hér á landi í áratugi og starfaði síðan erlendis, sat m.a. í flugöryggisráði Alþjóða flugmálastofnunarinnar fyrir hönd Íslands og var flugmálastjóri í Namibíu og Kósovó. 

Í viðtalinu segir Grétar að megingalli hafi verið á forsendum Rögnunefndarinnar þar sem einungis hafi verið miðað við að Reykjavíkurflugvöllur færi og að Keflavíkurflugvöllur væri ekki nýttur í staðinn. Einnig að Hvassahraun myndi sjálfsagt koma best út ef Keflavíkurflugvöllur væri ekki til. „Þú eyðir ekki 22 milljörðum, þótt það væri ekki nema einn milljarði í að byggja flugvöll við hliðina á Keflavíkurflugvelli.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Rök Grétars gegn hugmyndum um Hvassahraun eru einföld: „Þú byggir ekki tvo flugvelli tíu mínútur hvorn frá öðrum. Flugstarfsemi sem nú er í Reykjavík getur vel rúmast og þrifist í Keflavík.“