Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þrýsta á um tvöföldun Reykjanesbrautar
Föstudagur 8. júlí 2016 kl. 14:45

Þrýsta á um tvöföldun Reykjanesbrautar

Stofnaður hefur verið hópur á Facebook með það að markmiði að þrýsta á stjórnvöld að tvöfalda Reykjanesbraut frá Mjódd að flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Þegar hafa um 5.600 manns skráð sig í hópinn. Hópurinn var stofnaður eftir banaslys á Reykjanesbraut í gær en slysið varð á þeim kafla sem enn á eftir að tvöfalda.

Sú hugmynd hefur komið upp að boða til undirskriftasöfnunar og borgarafundar íbúa á Reykjanesi til að endurvekja þrýsting um tvöföldun Reykjanesbrautar. Samkvæmt samgönguáætlun fyrir tímabilið 2015 til 2018 verður ekki lokið við tvöföldun Reykjanesbrautar fyrir árið 2018. Í nefndaráliti umhverfis- og samgöngunefndar alþingis við samgönguáætlun næstu fjögurra ára kemur fram að huga þurfi að uppbyggingu nauðsynlegra innviða í nágrenni Keflavíkurflugvallar, klára tvöföldun Reykjanesbrautar alla leið að flugstöðinni, auk annarra vega í kringum svæðið svo umferðarflæði verði greitt og jafnframt gætt að öryggismálum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024