Þrumuveður í Keflavík á mánudag?
Veðurvefur alþjóðlegu fréttastofunnar CNN gerir ráð fyrir þrumuveðri í Keflavík á morgun, mánudag. CNN gefur út sérstaka spá fyrir Keflavík á vef sínum og langtímaspáin þar er til samræmis við íslensku veðurspána nema að á morgun segir CNN að við eigum von á þrumum. Þær er ekki að finna í íslensku veðurspáni. Þrumuveður er nokkuð óvanaleg spá fyrir þetta svæði, en síðast í gærkvöldi þurfti ferðafólk af Suðurnesjum að leita skjóls á Laugarvatni þar sem mikið þrumuveður gekk yfir.
Í kvöld kl. 21 var fremur hæg austlæg eða breytileg átt á landinu. Rigning suðaustantil, skúrir suðvestantil, þokubakkar við norðurströndina en annars skýjað með köflum og þurrt að kalla. Hiti 9 til 19 stig, hlýjast í Eyjafirði, en svalast á Ströndum og annesjum austanlands. Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:
Fremur hæg austlæg eða breytileg átt. Rigning með köflum eða skúrir sunnanlands, en skýjað með köflum og síðdegisskúrir norðanlands. Þokuloft við norður- og austurströndina. Hiti 10 til 20 stig, svalast í þokunni.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Hægviðri. Rigning um tíma undir morgun en annars skýjað með köflum og skúrir, einkum síðdegis. Hiti 12 til 17 stig að deginum.
Í kvöld kl. 21 var fremur hæg austlæg eða breytileg átt á landinu. Rigning suðaustantil, skúrir suðvestantil, þokubakkar við norðurströndina en annars skýjað með köflum og þurrt að kalla. Hiti 9 til 19 stig, hlýjast í Eyjafirði, en svalast á Ströndum og annesjum austanlands. Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:
Fremur hæg austlæg eða breytileg átt. Rigning með köflum eða skúrir sunnanlands, en skýjað með köflum og síðdegisskúrir norðanlands. Þokuloft við norður- og austurströndina. Hiti 10 til 20 stig, svalast í þokunni.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Hægviðri. Rigning um tíma undir morgun en annars skýjað með köflum og skúrir, einkum síðdegis. Hiti 12 til 17 stig að deginum.