Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar selur Keili fasteignir
Keilir - miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, keypti í dag byggingar á fyrrum varnarsvæði af Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar. Um er að ræða tvö hús ásamt byggingarlóðum á starfssvæði Þróunarfélagsins, annars vegar skólabyggingu sem áður hýsti menntaskóla varnarliðsins (High School) og hins vegar leikskóla. Báðar eru byggingarnar í kjarna þess svæðis sem sem skipulagt er undir þekkingarsamfélag Keilis.
Keilir hóf nú í haust kennslu í frumgreinadeild en að ári liðnu er stefnt að kennslu bæði á háskólastigi sem og í starfsgreinadeild skólans.
Heildarvirði samningsins er 320 milljónir króna. Gert er ráð fyrir töluverðum endurbótum á skólahúsnæðinu til að samræma það þeirri starfsemi sem Keilir stendur fyrir. Í leikskólanum er þegar rekinn leikskóli með yfir 70 börnum á vegum Hjallastefnunnar.
Með kaupunum tryggir Keilir sér framtíðarkennsluhúsnæði og lóð til þróunar og vaxtar sem duga á fyrirtækinu næstu áratugi, en menntaskólinn er um 5.400 fermetrar að stærð.
Keilir hóf nú í haust kennslu í frumgreinadeild en að ári liðnu er stefnt að kennslu bæði á háskólastigi sem og í starfsgreinadeild skólans.
Heildarvirði samningsins er 320 milljónir króna. Gert er ráð fyrir töluverðum endurbótum á skólahúsnæðinu til að samræma það þeirri starfsemi sem Keilir stendur fyrir. Í leikskólanum er þegar rekinn leikskóli með yfir 70 börnum á vegum Hjallastefnunnar.
Með kaupunum tryggir Keilir sér framtíðarkennsluhúsnæði og lóð til þróunar og vaxtar sem duga á fyrirtækinu næstu áratugi, en menntaskólinn er um 5.400 fermetrar að stærð.