Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar: Gríðarlegur áhugi fyrir svæðinu
Þriðjudagur 23. janúar 2007 kl. 16:37

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar: Gríðarlegur áhugi fyrir svæðinu

Mikil tækifæri liggja í gömlu herstöðinni á Keflavíkurflugvelli að sögn forsvarsmanna Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar.

Félagið hélt blaðamannafund í morgun þar sem kom fram að yfir 100 hugmyndir um notkun svæðisins hafa borist, en stefnan er að koma aðstöðunni og húsnæðinu í almenna notkun sem fyrst. Gríðarlegur áhugi er fyrir svæðinu en upplýsingar um svæðið og Þróunarfélagið má finna á nýrri heimasíðu þess, www.kadeco.is.

Magnús Gunnarsson, stjórnarformaður félagins, sagði í samtali við Víkurfréttir að þeir hyggðust koma húsnæðinu í borgaraleg not þó án þess að setja íbúðamarkaðinn á Suðurnesjum og Suð-vesturhorni landsins úr skorðum.
Hann lítur björtum augum til framtíðar.  „Ég er mjög bjartsýnn fyrir framtíð svæðisins því Íslendingar eru yfirleitt mjög fljótir að grípa tækifærin þegar þau gefast. Hér er óteljandi fjöldi tækifæra á fjölmörgum sviðum og ég trúi því að menn muni koma og reyna að nýta þau.“

Nánar verður fjallað um málefni Keflavíkurflugvallar og Þróunarfélagsins í næsta blaði Víkurfrétta.

VF-myndir/Þorgils 1: Kjartan Eiríksson, framkvæmdastjóri Þróunarfélagsins og Magnús Gunnarsson, stjórnarformaður.

2: Mynd tekin innan úr Hangar 854, stóra flugskýlinu, á Keflavíkurflugvelli. Flugsækin atvinnustarfsemi verður eflaust einn af hornsteinum iðnaðar og atvinnurekstrar á Keflavíkurflugvelli í framtíðinni.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024