Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þrotabú Marmetis í Sandgerði auglýst til sölu
Sunnudagur 2. mars 2014 kl. 17:47

Þrotabú Marmetis í Sandgerði auglýst til sölu

Þrotabú hátækni fiskvinnslunnar Marmetis sem stofnsett var í Sandgerði á síðasta ári, hefur verið auglýst til sölu. Marmeti var úrskurðað gjaldþrota í desember sl. eftir aðeins átta mánaða rekstur.

Í auglýsingu í Morgunblaðinu í dag eru fasteign, vélar og tæki þrotabúsins auglýst til sölu. Um er að ræða 2.366 fermetra fiskverkunarhús, auk nýs eða nýlegs vélakosts.

Örn Erlingsson var eigandi Marmetis og lagði hundruð milljóna í byggingu fyrirtækinsins en Marmeti var eitt af fullkomnustu fiskvinnsluhúsum landsins. Reksturinn fór aldrei á almennilegt flug en í marsbyrjun 2013 fór fyrsta sending til kaupenda frá fyrirtækinu. Síðla árs 2013 stöðvaðist reksturinn.

http://www.vf.is/frettir/fyrsta-sending-af-ferskum-fiski-fra-marmeti-til-utlanda/56587

http://www.vf.is/veftv/anaegjulegur-dagur-i-sandgerdi/56132

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Forsvarsmenn Marmetis með Steingrími J. Sigfússyni, þáverandi fjármálaráðherra og Ólafi Þór Ólafssyni, forseta bæjarstjórnar Sandgerðis eftir undirskrift ívilnunarsamnings.