Þröskulda í burtu og atvinnu strax
Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis segir vandamál Suðurnesja vera atvinnuleysi og að hér sé fólk í verulegum vanda vegna þess. Þá horfi Suðurnesjamenn fram á þvílíka holskeflu af nauðungarsölum. „Fólk engist út af þessu ástandi. Óvissan er algjör og ef það bætist svo ofaná að fólk verði rekið út út húsum sínum... Ég get bara ekki hugsað um þetta. Þetta er svo skelfilegt,“ segir Krisján í viðtali við Víkurfréttir. Kristján er í viðtali um atvinnumál við Víkurfréttir sem koma út á morgun.