Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 19. október 2000 kl. 12:45

Þroskahjálp vígir 17 milljóna þjálfunarlaug

Ný þjálfunarsundlaug Þroskahjálpar á Suðurnesjum var formlega tekin í notkun með vígsluathöfn um síðustu helgi. Séra Sigfús B. Ingvason flutti blessunarorð.Fyrsta skóflustungan að mannvirkinu var tekin fyrir fimm árum en hugmyndin kom fyrst upp árið 1992. Heildarkostnaður við verkið er á milli 16-17 milljónir króna en ennþá vantar 5 milljónir til að endar nái saman. Meðfylgjandi myndir voru teknar við vígsluathöfnina. Efsta myndin er af Gylfa Pálssyni sjúkraþjálfara hjá Þroskahjálp ásamt Sigríði Eyjólfsdóttur sem er frumkvöðull að byggingu laugarinnar. Til hliðar er það séra Sigfús og að neðan fjölmargir gestir við athöfnina. VF-myndir: Gísli Jóhannsson/Þroskahjálp.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024