Þroskahjálp á Suðurnesjum fær eina milljón að gjöf frá Bónus
Þroskahjálp á Suðurnesjum fékk í dag eina milljón króna að gjöf frá Bónus. Jóhannes Jónsson stofnandi Bónus afhenti í gær 15 milljónir króna til ýmissa góðgerðarmálefna sem forsvarsmönnum fyrirtækisins þótti mikilvægt að styrkja í tilefni af 15 ára afmæli Bónuss.
Garðar Garðarsson gjaldkeri Þroskahjálpar á Suðurnesjum tók á móti styrknum fyrir hönd félagsins.
Myndin: Jóhannes Jónsson stofnandi Bónus ásamt forsvarsmönnum þeirra félaga sem hlutu styrk vegna 15 ára afmælis Bónuss.