Þroskahjálp á Suðurnesjum byggir þjálfunarsundlaug
Þroskahjálp á Suðurnesjum hélt í dag uppá að fyrri áfanga í byggingu þjálfunarsundlaugar er nú lokið. Byggingin er fokheld að innan og tilbúin að utan en heildarkostnaður við verkið er áætlaður um 16 milljónir króna. Ýmsir aðilar hafa komið að fjármögnun þessara framkvæmda en betur má ef duga skal því enn vantar 7 milljónir uppá til þess að hægt sé að fullklára verkið.