Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þrjú umferðaróhöpp en engin meiddist
Þriðjudagur 16. október 2007 kl. 09:04

Þrjú umferðaróhöpp en engin meiddist

Þrjú umferðaróhöpp urðu í Reykjanesbæ í gær en öll voru þau minniháttar og án slysa á fólki.

Um kl. 08:00 varð árekstur á gatnamótum Hringbrautar og Skólavegar þar sem flytja varð aðra bifreiðina af vettvangi með dráttarbifreið en hin var ökufær.

Um kl. 14:30 varð minniháttar árekstur á Faxabraut og skömmu síðar var tilkynnt um árekstur á Háaleiti þar sem bifreið hafði runnið stjórnlaus á tvær kyrrstæðar og mannlausar bifreiðar.

Mynd úr safni VF
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024