Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þrjú sveitarfélög undirbúa stofnun félags til að reka olíumannvirki NATO í Helguvík
Fimmtudagur 12. október 2006 kl. 17:41

Þrjú sveitarfélög undirbúa stofnun félags til að reka olíumannvirki NATO í Helguvík

Sveitarfélögin þrjú, Reykjanesbær, Garður og Sandgerði, undirbúa stofnun öflugs félags sérstaklega í þeim tilgangi að reka olíuhöfnina í Helguvík ásamt öllum mannvirkjum og olíudreifikerfi sem henni fylgir og er í eigu NATO. Myndi reksturinn þá vera i samvinnu við íslenska ríkið.

Búast má við að þessi mál skýrist á næstu dögum en verið er að bíða eftir því hvernig málin þróast með stofnun þess fyrirtækis sem forsætirráðherra boðaði að stofnað yrði um rekstur mannvirkja á varnarsvæðinu.

Eru menn að skoða þann möguleika að reka mannvirkin í gegnun Reykjaneshöfn. Sjá menn fyrir sér að Höfnin gæti þá boðið út leiguafnot til aðila sem vildu nýta sér aðstöðuna, t.d. olíufélög, en aðstaðan býður upp á margvísleg sóknarfæri til olíusölu, bæði til flugvéla og fiskiskipa.

Olíudreifikerfið er mjög víðtækt og nær um allan flugvöllinn. Á flughlöðum við hann eru þar til gerðir stútar til að hlaða eldsneyti á vélar. Við það að fá þessi mannvirki í hendur myndi skapast eftirsóknavert tækifæri til að geta þjónað fluginu í framtíðinni.

Tankarnir í Helguvík geta tekið 175 milljónir lítra og gætu hæglega rúmað það magn sem geymt er í tönkunum í Örfirisey. Þar með myndu eldsneytisflutningar á Reykjanesbraut heyra sögunni til. 
 

 

Mynd: Séð yfir höfnina í Helguvík. Ljósm: Oddgeir Karlsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024