Þrjú slys á sama stað í nótt
Þrjú umferðaróhöpp urðu á Reykjanesbraut til móts við Vogaveg í nótt. Um minniháttar meiðsl var að ræða í tveimur óhappanna og engin í því þriðja. Í öllum tilfellum var um eitt ökutæki að ræða og var þeim ekið út af veginum. Ökumaður einnar bifreiðarinnar var grunaður um ölvun við akstur. Sá var vistaður í fangaklefa og verður yfirheyrður þegar runnin verður af honum áfengisvíman.