Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þrjú slökkvilið kölluð að Bakkavör
Laugardagur 6. júlí 2002 kl. 17:13

Þrjú slökkvilið kölluð að Bakkavör

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja, Slökkvilið Sandgerðis og Slökkvilið Keflavíkurflugvallar hafa náð að ráða niðurlögum elds í vinnsluhúsi Bakkavarar við Framnesveg.Brunavarnir Suðurnesja fengu útkall um kl. 16 í dag og þá logaði eldur á þriðju hæð vinnsluhússins. Ekki var starfsemi á þessari hæð en börn og ungmenni hafa haft þar afdrep í leyfisleysi og sást til ungmenna koma frá húsinu skömmu áður en eldurinn kom upp.
Lögregla fer með rannsókn málsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024