Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þrjú ný ferðarit komin úr prentun
Fimmtudagur 27. maí 2010 kl. 15:40

Þrjú ný ferðarit komin úr prentun

Ferðamálasamtök Suðurnesja hafa gefið út þrjá nýja bæklinga fyrir ferðasumarið 2010. Fyrstan má nefna almennan bækling um Reykjanes á þýsku en áður hefur hann verið gefinn út á íslensku og ensku. Þá er kominn út gönguleiðabæklingur um Árnastíg og Skipsstíg. Þá hefur verið gefinn út bæklingur um bæjarhátíðir á Suðurnesjum þar sem greint er frá þeim hátíðum sem haldnar eru í sveitarfélögunum fimm á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, tók við fyrstu eintökunum af þessum þremur bæklingum frá Kristjáni Pálssyni, formanni Ferðamálasamtaka Suðurnesja. Árni fagnaði framtakinu og sagði bæklingana vera góða viðbót inn í annars fjölbreytt úrval kynningarefnis um Reykjanesið.

Víkurfréttir unnu alla bæklingana til prentunar fyrir Ferðamálasamtök Suðurnesja en Víkurfréttir taka að sér hönnun og frágang á prentverki, allt frá nafnspjöldum upp í glanstímarit af stærstu gerð.

Mynd: Árni Sigfússon og Kristján Pálsson með þrjá nýja ferðabæklinga um Reykjanes. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson