Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þrjú handtekin með meint kókaín í flugstöðinni
Mánudagur 2. október 2017 kl. 10:28

Þrjú handtekin með meint kókaín í flugstöðinni

Tveir karlmenn og ein kona, sem voru stöðvuð af tollvörðum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar nýverið, reyndust vera með á annað hundrað grömm af meintu kókaíni í farangri sínum. Fólkið sem var að koma frá Spáni kom inn á grænt tollhlið merkt „Enginn tollskyldur varningur". Farangur þremenninganna var tekinn til skoðunar við hefðbundið eftirlit og kom þá í ljós að í mittistösku sem eitt þeirra bar voru tæplega 100 grömm af meintu kókaíni. Í sameiginlegri ferðatösku þeirra fannst svo meira af efninu.

Haft var samband við lögregluna á Suðurnesjum og tóku lögreglumenn við fólkinu, meintum fíkniefnum og farangri þess til frekari skoðunar. Lögregla rannsakar málið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tollstjóri minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann. Einnig má koma ábendingum  um smygl inn á símsvara 5528030 hjá embætti Tollstjóra.