Þrjú framboð í Garði
	Þrjú framboð verða í Garði fyrir komandi sveitarstjórnarkosninar. Þau eru D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra, N-listinn, listi nýrra tíma og svo nýtt framboð sem heitir Samstaða - samstarf, samfélagsleg ábyrgð, samvinna og býður fram undir listabókstafnum Z.
	Á því kjörtímabili sem nú er að ljúka eru einnig þrjú framboð með bæjarfulltrúa. L-listinn er eitt þeirra og skipar hann meirihluta í Garði ásamt Sjálfstæðisflokknum. L-listinn býður ekki fram í komandi kosningum en bæjarfulltrúi L-listans segist vera hlaðinn verkefnum í námi og því ekki tími til að stunda bæjarmál af sama kappi. Því hafi verið ákveðið að bjóða ekki fram að þessu sinni.
				
	
				

 
	
				


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				