Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þrjú flug á viku frá Keflavík til Grænlands
Þriðjudagur 10. júlí 2007 kl. 11:52

Þrjú flug á viku frá Keflavík til Grænlands

Flugfélag Íslands flýgur þrjú flug í viku á milli Kefavíkur og Grænlands. Flugið milli Keflavíkur og Nuuk er þrisvar í viku, hófst 15. júní og stendur út ágúst. Flogið er með Dash 8 flugvélum Flugfélagsins sem henta vel fyrir stutta flugbrautina í Nuuk.


,,Útlendingar eru í meirihluta farþega okkar til Nuuk og þess vegna er fluginu sinnt frá Keflavík. Nú þegar Icelandair hefur tekið upp morgunflug frá Kaupmannahöfn, Osló og Stokkhólmi til Keflavíkur bjóðum við þessar ferðir til Nuuk í beinu framhaldi. Farþegar eru komnir til Keflavíkur um klukkan 9 að morgni og geta haldið áfram til Grænlands tæpum klukkutíma síðar. Við ákváðum að prófa þetta í ár og höfum þegar fengið góðar undirtektir og það er greinilega áhugi á því að hafa góðar tengingar milli Íslands og höfuðstaðarins og ég sé fyrir mér að hlutdeild Íslendinga í þessum ferðum verður vaxandi,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands á vef samgönguráðuneytisins.


Segja má að Flugfélag Íslands sé með auknu flugi milli Íslands og Grænlands að byggja upp nýja hugmyndafræði í markaðssetningunni. ,,Hugmyndin er sú að á Íslandi verði eins konar miðstöð fyrir flug til Grænlands. Flugfélagið býðir ferðir milli Íslands og nokkurra staða í Grænlandi og þannig geta bæði Grænlendingar flogið til allra heimshorna frá Íslandi og við getum boðið ferðamönnum frá öllum heimshornum að koma til Íslnads og bæta Grænlandsferð við. Við sjáum fyrir okkur að með því að byggja upp þetta kerfi muni það geta nýst mjög vel og þannig getum við náð að þjóna bæði ferðamönnum og þeim sem ferðast milli landanna vegna vinnu sinnar og viðskipta sem eru sífellt vaxandi“.

Mynd: Flugfélagsmenn í Nuuk. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri FÍ, til vinstri, og Ingi Þór Guðmundsson, sölu- og markaðsstjóri.

Unnið úr frétt af vef Samgönguráðuneytisins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024