Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þrjú börn hafa stungið sig á sprautunálum við Njarðvíkurskóla
Þriðjudagur 24. september 2002 kl. 15:28

Þrjú börn hafa stungið sig á sprautunálum við Njarðvíkurskóla

Lögreglunni í Keflavík hefur í þrígang verið tilkynnt um sprautur sem fundist hafa við Njarðvíkurskóla í Reykjanesbæ síðan í mars á þessu ári. Samkvæmt upplýsingum frá Karli Hermannssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni kom fyrsta tilkynningin þann 14. mars á þessu ári þar sem 7 ára gamall drengur kom heim til sín með sprautu sem hann sagðist hafa stungið sig á. Drengurinn var skoðaður af lækni og fékk meðhöndlun við hæfi. Í gær afhenti starfsmaður Njarðvíkurskóla lögreglunni sprautu sem fannst við Njarðvíkurskóla og í dag afhenti móðir barns við skólann lögreglunni glerhylki undan lyfi sem dóttir hennar fann við skólann.Móðirin tilkynnti lögreglu einnig að 9 ára sonur hennar hefði stungið sig á sprautunál í gær sem hann fann við ruslatunnu sem stendur við íþróttahúsið. Drengurinn var strax sendur í blóðprufu og bólusettur við lifrarbólgu. Sif Gunnarsdóttir deildarstjóri skólaheilsugæslu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja staðfestir í samtali við Víkurfréttir að þrjú börn hafi komið til rannsóknar og meðferðar eftir að hafa stungið sig á sprautunálum. Samkvæmt upplýsingum frá Sif kom fyrsta barnið í mars á þessu ári og tvö tilfelli hafa komið upp á síðustu dögum.



Myndin: Þessa sprautu og stungulyfjaglasið fékk lögreglan í Keflavík í hendurnar í gær og í dag. VF-mynd: Jóhannes Kr. Kristjánsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024