Þrjátíu ökumenn stöðvaðir fyrir hraðakstur
Þrjátíu ökumenn hafa verið stöðvaðir vegna hraðaksturs á Suðurnesjum frá því í gærkvöldi. Sá sem hraðast ók var á 135 km/klst þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst. Allir voru ökumennirnir, sem voru á öllum aldri, stöðvaðir á Reykjanesbrautinni, en lögreglan stendur þar fyrir sérstöku átaki ásamt Vegagerðinni.