Þrjár Varnarliðsþyrlur koma til landsins
Flutningaflugvélar komu undir kvöld með þrjár þyrlur Varnarliðsins sem hafa upp á síðkastið verið við æfingar erlendis. Varnarliðið hefur ekki haft neina þyrlu tiltæka síðustu daga þar sem vélar varnarliðsins hafa annað hvort verið við önnur störf erlendis eða í viðhaldi hér heima á Íslandi. Nú horfir hins vegar til betri tíma, þar sem vélarnar hafa skilað sér til baka, samkvæmt upplýsingum Víkurfrétta af Keflavíkurflugvelli. Að jafnaði eru fimm þyrlur staðsettar í herstöðinni á Keflavíkurflugvelli.
Ljósmyndin: Varnarliðsþyrlur við æfingar á síðasta sumri. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson