Þrjár milljónir í Hópið
	Bæjarráð Grindavíkur hefur samþykkt að veita knattspyrnudeild UMFG þrjár milljónir króna vegna uppbyggingar við Hópið en það hefur verið á undanþágu frá upphafi vegna skorts á salernisaðstöðu. 
	Fyrirhugað er að byggja upp salernisaðstöðu, veitingaaðstöðu og skiptiklefa vegna starfseminnar. Fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar gerði ráð fyrir 3 milljónum í undirbúningsvinnu vegna verkefnisins árið 2016. Verkefnið hefur verið á áætlunum Grindvíkurbæjar frá árinu 2012. 
	Á árinu 2017 var ráðgert að framkvæma fyrir 55 milljónir við Hópið. Þessar 3 milljónir verða notaðar til hönnunarvinnu mannvirkisins ásamt gerð kostnaðaráætlunar.
				
	
				

 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				