Þrjár líkamsárásir í Keflavík um helgina
Þrjár líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar í Keflavík um helgina. Aðfararnótt laugardags var tilkynnt um líkamsárás fyrir utan kaffi DUSS þar sem sparkað var í mann í götunni og voru vitni að árásinni. Aðfararnótt sunnudagsins var maður skallaður fyrir utan Casino í Keflavík. Var maðurinn með áverka á vinstra auga og var hann fluttur til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Síðar um nóttina tilkynnti maður að hann hefði verið skallaður í andlitið fyrir utan Kaffi DUUS og var hann með áverka á nefi.