Þrjár konur sitja á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi
Þær Ragnheiður Elín Árnadóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir og Íris Róbertsdóttir sitja á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi. Það að þrjár konur sinni samtímis þingstörfum fyrir sama flokk og fyrir sama kjördæmi telst einsdæmi. Þessi staða kom upp þegar Íris Róbertsdóttir varaþingmaður frá Vestmannaeyjum tók tímabundið sæti á Alþingi fyrir Árna Johnsen.
Myndin: Íris Róbertsdóttir, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir á aðalfundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem haldinn var á Hvolsvelli.