Þrjár kærur vegna Suðvesturlínu
Þrjár kærur hafa borist Umhverfisráðuneytinu vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar að ekki skuli fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum Suðvesturlínu og tengdra framkvæmda. Kærur hafa borist frá Græna netinu, Náttúruverndarsamtökum Íslands og Landvernd.
Kærur Græna netsins og Náttúruverndarsamtaka Íslands eru efnislega á svipuðum nótum, þ.e. að ekki fáist heildarmynd af áhrifum framkvæmdanna nema þær séu metnar saman í einu lagi. Landvernd telur að Skipulagsstofnu hafi ekki haft forsendur fyrir ákvörðun sinni þar sem ekki hafi verið búið að upplýsa nema að hluta hvaðan orkan vegna framkvæmdanna ætti að koma.
Sjá nánar frétt visir.is sem greinir frá þessu