Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þrjár Eddur til Suðurnesja
Mánudagur 20. mars 2023 kl. 14:27

Þrjár Eddur til Suðurnesja

Þrjár Eddur rötuðu til Suðurnesja en Eddan 2023 fór fram í gærkvöldi í Háskólabíói. Garðar Örn Arnarson og félagar hjá Stöð 2 Sport fengu Eddu fyrir íþróttaefni ársins sem var þáttur um Jón Arnór Stefánsson.

Kristín Júlla Kristjánsdóttir hlaut tvær tilefningar til Eddu-verðlauna í ár. Annars vegar fyrir gervi fyrir kvikmyndina Berdreymi og hins vegar fyrir gervi í  þáttaröðinni Verbúðinni. Kristín fékk Edduna fyrir Verbúðina. Verbúðin sópaði að sér verðlaunum í gærkvöldi og fékk níu verðlaun. Skarphéðinn Guðmundsson tók við verðlaununum fyrir Kristínu móður sína en hún er stödd erlendis.

Þá er Davíð Guðbrandsson hluti af hópnum sem stendur á bakvið Berdreymi sem hlaut Eddu sem kvikmynd ársins.

Kristín Júlla Kristjánsdóttir.



Davíð Guðbrandsson og félagar í Berdreymi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024