Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 26. janúar 2000 kl. 13:54

Þrjár bílveltur um helgina

Allir í beltum Þrjár alvarlega bílveltur urðu á Suðurnesjum um helgina. Fyrsta bílveltan varð á Strandarheiði upp úr klukkan ellefu á föstudagskvöld. Mikil hálka var á veginum. Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum, lenti utan vegar og fór eina veltu. Þrír farþegar voru í bílnum og sluppu þeir ómeiddir en ökumaðurinn hlaut minniháttar áverka. Bifreiðin var talsvert mikið skemmd og kalla þurfti á dráttarbíl til að fjarlægja hana. Bæði farþegar og ökumaður voru í bílbeltum þegar slysið átti sér stað. Fluttar til Reykjavíkur Ung kona velti bifreið sinni við Selhálsafleggjara á Grindavíkurvegi um klukkan þrjú á aðfaranótt laugardags. Einn farþegi var í bílnum. Ökumaðurinn kenndi mikið til í baki og hálsi. Farið var með báða aðila á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar en þar var enga þjónustu að fá svo fara þurfti með báðar stúlkurnar á sjúkrahús í Reykjavík. Talið var að hryggjaliðir ökumannsins hefðu fallið saman og hún var því lögð inn en farþeginn fékk að fara heim að skoðun lokinni. Slys við Innri-Njarðvík Bifreið valt á Reykjanesbraut við Innri-Njarðvíkurafleggjara snemma á laugardagsmorgun. Mikil hálka var á veginum þegar slysið átti sér stað. Ökumaðurinn var ung kona og var hún flutt á HSS til skoðunar. Hún marðist töluvert. Bifreiðin var illa skemmd og dráttarbíll var fengin til að fjarlægja hana.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024