Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þrjár B2 þotur lentu í svartaþoku á Keflavíkurflugvelli
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 23. ágúst 2021 kl. 21:35

Þrjár B2 þotur lentu í svartaþoku á Keflavíkurflugvelli

Þrjár torséðar sprengjuþotur af gerðinni Northrop B-2 Spirit lentu á Keflavíkurflugvelli núna rétt fyrir klukkan níu í kvöld. Þoturnar komu í aðflugi að norðurenda flugvallarins og stungu sér þar niður úr þykkri þoku skammt frá brautarenda.

Í fréttum árið 2019 þegar Northrop B-2 Spirit lenti í fyrsta sinn á Keflavíkurflugvelli kom fram að Bandaríkjaher lítur á Ísland sem útstöð fyrir þessa torséðu sprengjuþotu en einungis 21 slík vél var framleidd, upphaflega á tímum kalda stríðsins til að komast óséð með farm sinn inn í Sovétríkin. Þetta er dýrasta flugvél sögunnar og þegar sagt var frá kostnaði árið 2019 kostaði hver vél yfir 90 milljarða króna. B2 er algert hernaðartól og getur borið allt að 16 kjarnorkusprengjur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í fréttatilkynningu bandaríska flughersins 2019 kom fram að lending B2 í Keflavík hafi verið æfing í þeim tilgangi að nota Keflavíkurstöðina sem útstöð fyrir Northrop B-2 Spirit og tryggja þannig að þotan sé tilbúin sem trúverðugt afl til að verja Bandaríkin og bandamenn þeirra í sífellt flóknara öryggisumhverfi.

Ljósmyndari og kvikmyndatökumaður Víkurfrétta voru við brautarendann og náðu myndum af vélunum koma inn til lendingar en aðstæður voru erfiðar og skyggni mjög lítið.

Myndskeið af lendingunum Northrop B-2 Spirit vélanna er hér að neðan ásamt ljósmyndasafni.

VF-myndir: Páll Ketilsson

B2 á Keflavíkurflugvelli // 23. ágúst 2021