Þrjár alvarlegar líkamsárásir um helgina
Fjórir varnarliðsmenn réðust á ungan íslenskan pilt framan við N-1 bar á aðfara nótt sunnudags.
Þegar lögreglan kom á staðinn lá maður í gangstéttinni og var hann fluttur á
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar, en áverkar hans voru ekki alvarlegs eðlis.
Varnarliðsmennirinr voru stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli og eftir yfirheyrslur vour þeir afhentir herlögreglunni. Aðilum ber ekki saman um málsatvik og málið hefur verið kært og er í rannsókn.
Tvær aðrar líkamsársir hafa verið kærðar til lögreglu.
Tíu ára gamall drengur féll af reiðhjóli við Sparisjóðinn í Garði sl. fimmtudag. Óttast var að hann væri mikið slasaður og var hann fluttur með sjúkrabifreið á HSS til skoðunar.
Vinnuslys varð í fiskvinnsluhúsi í Vogum á föstudaginn. Þar hafði 15 ára gamall drengur farið með hönd í roðfletningsvél fyrr um daginn og skorist illa á fingri.
Síðastliðið mánudagskvöld var tilkynnt um að drengur hefði dottið af hjólabretti við biðskýlið í Njarðvík. Kom í ljós að 12 ára gamall drengur hafði fallið af hjólabretti og var talið að hann væri handleggsbrotinn. Hann var fluttur á HSS.
Tilkynning barst um umferðarslys við Höskuldarvallavegi snemma á þriðjudagsmorgun. Árekstur hafði orðið milli tveggja bifreiða sem voru að mætast á blindhæð á veginum, en þoka var á þessum stað og nokkuð slæmt skyggni. Tveir menn voru í annarri bifreiðinni og einn í hinni. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar og farþegi í hinni voru fluttir með sjúkrabifreið til Reykjavíkur og hinn ökumaðurinn var fluttur með lögrreglubifreið á sjúkrahús í Reykjavík. Ekki er vitað um meiðsli, en talið er að þau séu ekki mjög alvarleg. Dráttarbifreið kom á staðinn og fjarlægðu bifreið af vettvangi.
Að sögn Karls Hermannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Keflavík hafa 33 einstaklingar verið kærðir vegna vanrækslu á aðalskoðun og jafnmargir vegna hraðaksturs. Einn var kærður fyrir að aka bifreið sviptur ökuleyfi.
Þegar lögreglan kom á staðinn lá maður í gangstéttinni og var hann fluttur á
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar, en áverkar hans voru ekki alvarlegs eðlis.
Varnarliðsmennirinr voru stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli og eftir yfirheyrslur vour þeir afhentir herlögreglunni. Aðilum ber ekki saman um málsatvik og málið hefur verið kært og er í rannsókn.
Tvær aðrar líkamsársir hafa verið kærðar til lögreglu.
Tíu ára gamall drengur féll af reiðhjóli við Sparisjóðinn í Garði sl. fimmtudag. Óttast var að hann væri mikið slasaður og var hann fluttur með sjúkrabifreið á HSS til skoðunar.
Vinnuslys varð í fiskvinnsluhúsi í Vogum á föstudaginn. Þar hafði 15 ára gamall drengur farið með hönd í roðfletningsvél fyrr um daginn og skorist illa á fingri.
Síðastliðið mánudagskvöld var tilkynnt um að drengur hefði dottið af hjólabretti við biðskýlið í Njarðvík. Kom í ljós að 12 ára gamall drengur hafði fallið af hjólabretti og var talið að hann væri handleggsbrotinn. Hann var fluttur á HSS.
Tilkynning barst um umferðarslys við Höskuldarvallavegi snemma á þriðjudagsmorgun. Árekstur hafði orðið milli tveggja bifreiða sem voru að mætast á blindhæð á veginum, en þoka var á þessum stað og nokkuð slæmt skyggni. Tveir menn voru í annarri bifreiðinni og einn í hinni. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar og farþegi í hinni voru fluttir með sjúkrabifreið til Reykjavíkur og hinn ökumaðurinn var fluttur með lögrreglubifreið á sjúkrahús í Reykjavík. Ekki er vitað um meiðsli, en talið er að þau séu ekki mjög alvarleg. Dráttarbifreið kom á staðinn og fjarlægðu bifreið af vettvangi.
Að sögn Karls Hermannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Keflavík hafa 33 einstaklingar verið kærðir vegna vanrækslu á aðalskoðun og jafnmargir vegna hraðaksturs. Einn var kærður fyrir að aka bifreið sviptur ökuleyfi.