Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þrjá til fjóra lækna þyrfti að ráða til HSS
Halldór Jónsson er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja
Föstudagur 30. október 2015 kl. 16:13

Þrjá til fjóra lækna þyrfti að ráða til HSS

- Vel hefur gengið að fá annað fagfólk til starfa

„Ef vel ætti að vera þyrfti að bæta við 1,5 til 2 stöðugildum lyflækna og einnig væri gott að óbreyttu að geta bætt við tveimur læknum á heilsugæsluna,“ segir Halldór Jónsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS). Hann segir stöðu heilbrigðisstofnana og sjúkrahúsa á Íslandi þannig að erfiðlega hafi gengið að ráða í allar stöður lækna. „Sú staða hefur verið nokkuð lengi og er mismunandi eftir sérgreinum. Á HSS hefur staðan þó verið þokkaleg í heildina.“

Á HSS hefur verið brugðist við með skammtíma úrræðum og á legudeildinni einnig með samstarfi við heilsugæsluna til að tryggja þjónustuna. „Heilsugæslan þyrfti að hafa tvo lækna til viðbótar til að mæta vaxandi þjónustuþörf en hún helst í hendur við íbúafjölda, íbúaþróun, aldurssamsetningu og fleira. Allt þarf þetta þó að rúmast innan þeirra fjárveitinga sem ætlaðar eru til þessarar þjónustu,“ segir Halldór. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Ekki hafa verið gerðar mælingar á meðal biðtíma eftir tíma hjá lækni á heilsugæslunni en Halldór segir það segja sig sjálft að langvarandi vöntun á starfsfólki hafi einhver áhrif á þjónustuna, ekki síst á mögulegan biðtíma. Bráðaþjónusta er þó alltaf til staðar á HSS.

Vel hefur gengið hjá HSS að fá fagfólk til annarra starfa.