Þrívíddarbíó loks í Keflavík
Sambíóin hafa tekið til notkunar nýjan sýningarbúnað í stóra sýningarsalnum við Hafnargötu í Keflavík.
Nýja tæknin er með því móti að nú er allar sýningarvélar orðnar stafrænar og orðið kleift að sýna þrívíddarmyndir sem njóta sífellt vaxandi vinsælda. Sérfræðingar að utan komu og hjálpuðu til við uppsetningu en skipt var um sýningartjaldið auk þess sem vélarnar voru endurnýjaðar.
Björn Árnason framkvæmdarstjóri Sambíóanna hafði á orði við blaðamann að líkja mætti muninum á gæðunum eftir skiptin á milli VHS og Blue-ray, svo mikill sé munurinn á skerpunni. Fyrsta þrívíddarmyndin verður svo sýnd á morgun klukkan 17:50 en það mun vera fjölskyldumyndin Kung-fu Panda 2.
[email protected]
MyndirVF/Eyþór Sæm: Haraldur Axel Einarsson bíóstjóri við nýju sýningarvélina og svo einn af tæknimönnunum sem voru fengnir til að utan.