Þrítugur í hraðakstri og hafði aldrei tekið bílprófið
Fjórtán ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Einn þeirra, karlmaður á þrítugsaldri, hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Annar viðurkenndi ölvun við akstur, svo og hraðaksturinn. Sá þriðji var grunaður um fíkniefnaakstur og farþegi í bifreið hans var með meint fíkniefni í fórum sínum.
Þá voru skráningarnúmer fjarlægð af tíu bifreiðum sem ýmist voru óskoðaðar eða ótryggðar.