Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þrisvar sinnum hefur sama staða komið upp, tvisvar sinnum kom eldgos
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 7. júlí 2023 kl. 13:25

Þrisvar sinnum hefur sama staða komið upp, tvisvar sinnum kom eldgos

Þróunin í jarðhræringum á Reykjanesskaganum er svipuð núna og hún var um sama leyti í fyrra, hún er hæg og kvikan virðist ekki vera flýta sér upp. Innrennsli kvikunnar er hægara sem þýðir venjulega að ef kemur til eldgoss, þá ætti það að vera kröftugra. Þannig var það með seinna gosið í fyrra, það byrjaði mjög kröftuglega en varði stutt, á meðan gosið sem hófst 20. mars árið 2021, byrjaði rólega en varði í sex mánuði og dældi upp 150 milljónum rúmmetra af kviku.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði, er að sjálfsögðu ekki hægt að slá föstu hvort eða hvenær komi til eldgoss. Á undanförnum árum hafi sama staða komið upp þrisvar sinnum en þremur mánuðum eftir að fyrra gosinu lauk árið 2021, byrjaði svipuð virkni en hún leiddi ekki til eldgoss. Allt róaðist og var þannig fram í júlí, sem leiddi til eldgoss í ágúst í fyrra. Þetta eru nokkrar sviðsmyndir sem verið er að vinna með og áfram er fylgst gaumgæfilega með.