Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þrír vilja vera í 2.-3. sæti hjá Sjálfstæðismönnum í Reykjanesbæ
Á myndinni eru þeir frambjóðendur sem vitað er að hafa áhuga á efstu sætunum með Margréti Sanders sem ein hefur lýst áhuga á 1 sætinu.
Föstudagur 26. janúar 2018 kl. 10:29

Þrír vilja vera í 2.-3. sæti hjá Sjálfstæðismönnum í Reykjanesbæ

-Mikil endurnýjun hjá Sjálfstæðismönnum

Nú er ljóst að það verður mikil endurnýjun á lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Margrét Sanders hefur ákveðið að gefa kost á sér í 1. sæti og samkvæmt heimildum Víkurfrétta mun vera einhugur um að hún skipi oddvitasætið. En hverjir verða fleiri á listanum?

Baldur Þórir Guðmundsson, bæjarfulltrúi og útibússtjóri Sjóvá unanfarin misseri hefur ákveðið að gefa kost á sér og staðfesti hann það á Facebook síðu sinni í gær. Hann mun hafa áhuga á að vera ofarlega á listanum eða í 2.-3. sæti. Aðrir sem hafa áhuga á að fá sæti ofarlega á listanum eða í 2.-3. sæti eru Anna Sigríður Jóhannesdóttir, rekstrar- og mannauðsstjóri hjá OMR verkfræðistofu en hún hefur verið aðalmaður í Fræðsluráði Reykjanesbæjar fyrir hönd flokksins síðasta kjörtímabil. Þá hefur Ísak Ernir Kristinsson, varabæjarfulltrúi á yfirstandandi tímabili sömuleiðis lýst yfir áhuga á 2.-3. sæti. Aðrir sem hafa gefið út að þeir vilji sæti á listanum er Jóhann Sigurbergsson í 4. sæti en hann hefur verið á listanum síðustu tvö kjörtímabil, m.a. nú síðast átt sæti í Umhverfis- og skipulagsráði.

Í efstu sætum flokksins á síðasta kjörtímabili verður mikil endurnýjun því auk Árna Sigfússonar hefur Böðvar Jónsson ákveðið að draga sig í hlé en hann hefur verið viðloðandi bæjarmál síðan 1994. Magnea Guðmundsdóttir sem var í 2. sæti listans lést á síðasta ári og því eru þrír efstu frá síðustu kosningum ekki á listanum fyrir næstu kosningar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024