Kalka atvinna okt 25
Kalka atvinna okt 25

Fréttir

Þrír vilja rífa gömlu flugstöðina
Þrjú fyrirtæki sendu inn tilboð í niðurrif á gömlu flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Myndir úr götusjá ja.is
Fimmtudagur 16. nóvember 2017 kl. 14:20

Þrír vilja rífa gömlu flugstöðina

Þrjú fyrirtæki sendu inn tilboð í niðurrif á Háaleitishlaði 10 á Keflavíkurflugvelli en tilboð í verkið voru opnuð hjá Ríkiskaupum í vikunni.
 
Ríkiskaup fyrir hönd ISAVIA óskuðu eftir tilboðum í niðurrifi á Háaleitishlaði 10 á Keflavíkurflugvelli sem er utan við öryggissvæðis Keflavíkurflugvallar. Heildarstærð hússins er um 7750 fermetrar. Húsið var áður flugstöð og er á tveimur hæðum, auk þess sem undir hluta af húsinu er steinsteyptur kjallari.
 
Eftirfartaldir aðilar sendu inn tilboð:
 
Ellert Skúlason ehf. - kr. 98.684.000.-
Work North - kr. 178.090.400.-
Abltak ehf. - kr.   91.371.000.-
 
Nú er unnið að mati tilboða hjá Ríkiskaupum og kaupanda, Isavia, og verður öllum þátttakendum tilkynnt um niðurstöðu, þegar hún liggur fyrir, segir Ragnar Davíðsson, sviðsstjóri Þjónustusviðs Ríkiskaupa.
 
 
Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
Dubliner
Dubliner