Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þrír útaf Brautinni í ofsaveðri
Mánudagur 3. janúar 2005 kl. 11:22

Þrír útaf Brautinni í ofsaveðri

Þrír bílar hafa fokið út af Reykjanesbraut í morgun vegna hvassviðris en vindhraði fer í 36 metra á sekúndu í hviðum. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar var vindhraði á Reykjanesbraut klukkan 10 um 24 metrar á sekúndu. Ein bifreið lenti á ljósastaur en ekki urðu slys á fólki. Fjarlægja þurfti bílinn með kranabifreið.
Að sögn Halldórs Jenssonar varðstjóra hjá lögreglunni í Keflavík er varla stætt á Reykjanesbrautinni og er lögreglubíll á svæðinu.

 



Myndir: Vindhraði fór í 36 metra í hviðum á Reykjanesbraut klukkan 10 í morgun og er mjög hvasst þar ennþá. Að minnsta kosti þrjár bifreiðar hafa fokið út af í morgun. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024