Þrír þristar í dag
Þrír jarðskjálftar upp á M3,0 eða stærri hafa orðið við Keili frá miðnætti. Sá fyrsti varð kl. 02:15 í nótt og mældist M3,0. Annar skjálfti upp á M3,3 varð í morgun kl. 07:17. Þriðji skálftinn varð núna síðdegis. Hann mældist M3,0 og reið yfir kl. 16:21.
Skjálftarnir eiga allir upptök sín rúman kílómetra suðsuðvestur af Keili og eru á 5,6 til 5,8 km dýpi.