Þrír teknir fyrir of hraðan akstur á Brautinni
Lítið bar til tíðinda hjá lögreglunni í gær, en þrír ökumenn bifreiða voru stöðvaðir á Reykjanesbraut vegna hraðaksturs á dagvaktinni. Hraði þeirra mældist 114, 115 og 126 km/klst. Einn þeirra var svo einnig kærður fyrir að tala í GSM síma án handfrjáls búnaðar.
Fyrir að aka á 126 km hraða þar sem löglegur hámarskhraði er 90 liggur sekt að upphæð 70.000 kr. auk þess sem tveir refsipunktar bætast á ökuferilsskrá.