Þrír teknir fyrir hraðakstur
Þrír ökumenn voru í gærdag stöðvaðir af lögreglunni í Keflavík fyrir að aka of hratt. Tveir á Grindavíkurvegi fyrir að aka á 129 og 144 km hraða, þar sem hámarkshraði er 90 km, og einn var stöðvaður á Reykjanesbraut fyrir að aka á 144 km hraða, þar sem hámarkshraði er einnig 90 km.
Einn ökumaður var í gærkvöld kærður fyrir að tala í farsíma við aksturinn án þess að nota handfrjálsan búnað eins og lög gera ráð fyrir.
Einn ökumaður var í nótt kærður fyrir meinta ölvun við akstur en annars var nóttin var frekar róleg og tíðindalaus, að sögn lögreglu.
Einn ökumaður var í gærkvöld kærður fyrir að tala í farsíma við aksturinn án þess að nota handfrjálsan búnað eins og lög gera ráð fyrir.
Einn ökumaður var í nótt kærður fyrir meinta ölvun við akstur en annars var nóttin var frekar róleg og tíðindalaus, að sögn lögreglu.