Þriðjudagur 1. október 2002 kl. 08:47
Þrír teknir fyrir hraðakstur
Þrír ökumenn voru stöðvaðir af lögreglunni í Keflavík í gærkvöldi og í nótt fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var á 122 km. hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraðinn er 90 km. Allir þurfa að greiða myndarlega sekt í ríkissjóð.Annars var rólegt á vaktinni hjá lögreglunni í Keflavík.