Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þrír teknir fyrir fíkniefnaakstur
Laugardagur 29. mars 2008 kl. 10:50

Þrír teknir fyrir fíkniefnaakstur

Þrír ökumen voru kærðir í nótt fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Þeir voru allir stöðvaðir í Reykjanesbæ. Einn þeirra var að auki kærður fyrir vörslu fíkniefna en lítilræði af ætluðu hassi fannst á honum.

Hafa þá alls 44 fíkniefnaakstursmál komið til kasta lögreglunnar á Suðurnesjum, en Skúli Jónsson, yfirlögregluþjónn, sagði í nýlegu viðtali við Víkurfréttir að lögreglan hafi lagt mikla áherslu á þessi mál í ár.

Lágmarksrefsing fyrir að vera staðinn að akstri með fíkniefni í blóðinu er þriggja mánaða ökuleyfissvipting og 70.000 kr. sekt auk þess sem viðkomandi þurfa alltaf að standa fyrir máli sínu fyrir dómara.

VF-mynd úr safni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024