Þrír sviptir fyrir hraðakstur
Átta ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglustjórans á Suðurnesjum í gærdag. Þar af voru þrír sviptir ökuréttindum en þeir óku allir um svæði þar sem leyfður hámarkshraði er 30 km/klst. Sá þeirra sem hraðast ók mældist á 73 km/klst.






