Þrír stöðvaðir með fölsuð vegabréf
Þrír aðilar voru stöðvaðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar um helgina þar sem þeir höfðu framvísað fölsuðum vegabréfum eða skilríkjum í eigu annarra. Einn þeirra kvaðst hafa keypt vegabréfið sem hann var með í fórum sínum fyrir sem svarar 200 þúsund íslenskum krónum. Annar var með breytifalsað kennivottorð og hinn þriði framvísaði vegabréfi sem hafði verið tilkynnt stolið.