Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þrír stjórnarþingmenn heimsóttu Varnarmálastofnun
Miðvikudagur 1. júlí 2009 kl. 16:22

Þrír stjórnarþingmenn heimsóttu Varnarmálastofnun

Þingmennirnir Björgvin G. Sigurðsson, Oddný Harðardóttir og Atli Gíslason heimsóttu Varnarmálastofnun í morgun. Að lokinni kynningu á starfseminni hjá stjórnendum stofnunarinnar héldu þingmennirnir stuttan fund með starfsmönnum. Þetta kemur fram á vef Varnarmálastofnunar Íslands.

Þar var rætt um starfsemi Varnarmálastofnunar Íslands og hugmyndir um sameiningu hennar og Landhelgisgæslunnar. Fram kom hjá þingmönnunum  að Alþingi og stjórnvöld stæðu frammi fyrir því verkefni að brúa 170 milljarða króna halla ríkissjóðs á þremur árum. Því séu allir möguleikar til hagræðingar skoðaðir.

Í máli Björgvins og Atla kom fram að ekki sé ætlunin að raska þeim skuldbindingum, sem fylgja aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu.  Um 90% verkefna Varnarmálastofnunar eru fólgin í samstarfi við framkvæmdaarm NATO.

Mynd: Frá fundinum í morgun. Ljósmynd af vef Varnarmálastofnunar


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024