Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þrír skjálftar yfir þremur í nótt og morgun
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
þriðjudaginn 31. október 2023 kl. 09:40

Þrír skjálftar yfir þremur í nótt og morgun

Grindavík hefur nötrað í jarðskjálftahrinu nú í morgunsárið. Kröftugur skjálfti upp á M3,7 varð kl. 08:41 norðan við Grindavík. Upptökin voru í norðvestanverðum Þorbirni. Annar skjálfti upp á M3,1 varð sjö mínútum síðar á svipuðum slóðum.

Töluverð aukin skjálftavirkni hefur verið á svæðinu nú í morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Íbúi sem Víkurfréttir ræddu við í morgun sagði að um tíma hafi verið stanslaus titringur.